Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 16:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grealish fannst þetta ekki vera víti: Gundogan bjargaði mér
Mynd: EPA

Jack Grealish var hæst ánægður með sigur Manchester City í úrslitum enska bikarsins eftir sigur á Manchester United í dag.


Ilkay Gundogan skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri en Bruno Fernandes skoraði mark United úr vítaspyrnu.

„Þetta er ótrúlegt. Þetta er svona dæmi sem manni dreymir um sem krakki. Ég vildi svo mikið vinna þetta með Villa og nú hef ég ert það," sagði Grealish.

Hann fékk á sig vítaspyrnuna fyrir að fá boltann í höndina í teignum.

„Mér fannst þetta ekki vera víti, ég var ekki einu sinni að horfa á boltann, ég snéri mér við og hann fór í höndina á mér en Gundogan bjargaði mér."

City liðið getur unnið þrennuna með því að vinna Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar eftir slétta viku.

„Það þetta verður skemmtileg nótt og svo byrjum við strax að undirbúa okkur á sunnudag og mánudag fyrir stórleikinn í næstu viku."


Athugasemdir
banner
banner
banner