Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 11:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jaap Stam: Geta skrifað söguna og komist á sama stall og United
Stam í leik með Manchester United
Stam í leik með Manchester United
Mynd: Getty Images

Jaap Stam fyrrum varnarmaður Manchester United er í settinu hjá BBC fyrir úrslitaleik Manchester United og Manchester City í enska bikarnum sem hefst klukkan 14.


Manchester City hefur möguleika á því að vinna þrennuna í ár. Liðið vann deildina og er komið í úrslit enska bikarsins og Meistaradeildina.

Stam var hluti af liði Man Utd sem vann þrennuna árið 1999.

„Það er mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu. Það var mikilvægt fyrir City að vinna deildina snemma til að geta hvílt leikmenn og hafa allta klára fyrir þessa tvo leiki," sagði Stam.

„Það er líka mikilvægt fyrir City að vinna Meistaradeildina, þeir hafa ekki gert það áður. Þeir vita líka að þeir geta skrifað söguna og komist á sama stall og United,"


Athugasemdir
banner
banner
banner