Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 15:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Víkingur lagði Fylki eftir hádramatískt sigurmark
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir 1 - 2 Víkingur R.
0-1 Bergdís Sveinsdóttir ('37 )
1-1 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('86 )
1-2 Nadía Atladóttir ('94 )

Lestu um leikinn


Víkingur og Fylkir mættust í Lengjudeild kvenna í dag.

Leiknum lauk með dramatískum sigri Víkinga sem halda toppsætinu. Víkingur var með 1-0 forystu í hálfleik.

Guðrún Karítas Sigurðardóttir jafnaði metin þegar skammt var til leiksloka og það stefndi í jafntefli.

Nadía Atladóttir tryggði hins vegar sigur Víkings með hádramatísku marki á lokasekúndum leiksins.

„Birta tekur hornið sem var mjög gott. Boltinn berst út í teiginn og þá myndast mikið klafs. Síðan fer boltinn á Selmu sem skallar hann fyrir markið á Nadíu sem er ein á auðum sjó og potar boltanum í netið." Skrifaði Sölvi Haraldsson í textalýsingu leiksins.


Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 18 12 3 3 54 - 24 +30 39
2.    Fylkir 18 12 2 4 53 - 24 +29 38
3.    HK 18 11 2 5 45 - 26 +19 35
4.    Grótta 18 10 3 5 55 - 33 +22 33
5.    Afturelding 18 8 5 5 36 - 29 +7 29
6.    Grindavík 18 8 4 6 39 - 38 +1 28
7.    Fram 18 6 4 8 27 - 35 -8 22
8.    FHL 18 5 3 10 35 - 44 -9 18
9.    KR 18 3 1 14 22 - 54 -32 10
10.    Augnablik 18 1 1 16 19 - 78 -59 4
Athugasemdir
banner
banner