Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 03. júlí 2016 16:50
Valur Páll Eiríksson
Oliver: Kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 2-3 tap gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Breiðablik missti þar niður 2-0 forystu í 2-3 tap á tíu mínútum. En hvað fór eiginlega úrskeiðis?

„Góð spurning, eins og þú segir, þessar 10 mínútur þær fóru bara út í veður og vind og þeir refsa okkur illilega. Það sem gerist er að við erum ekki nógu nálægt mönnum, töpum einvígunum okkar og spilum þetta bara kolvitlaust eftir að við komumst 2-0 yfir."

Þá var Oliver spurður um hvort menn hefðu misst hausinn.

„Ég gæti komið með 100 afsakanir fyrir því af hverju við unnum ekki þennan leik. Við vorum með leikinn í okkar höndum og ekki neitt að gerast hjá þeim, þeir skapa ekkert í fyrri hálfleik og þeir voru ekki að gera neitt."

Svo kemur þessi 10 mínútna kafli þar sem þeir skora útaf aumingjaskap hjá okkur þar sem við erum ekki nógu einbeittir. Svo kemur bara annað og annað og eftir það liggja þeir bara niður, skiljanlega. Við vorum ekki nógu frískir eða góðir til að nýta okkur það.

Breiðablik tapaði einnig 2-3 gegn Jelgava á fimmtudaginn og halda til Lettlands í vikunni í síðari leikinn. En hefur tapið einhver áhrif á undirbúning fyrir Evrópuleikinn ytra á fimmtudag?

„Nei, við förum út á þriðjudaginn og þetta hefur enginn áhrif á undirbúninginn fyrir það. Við verðum bara að vinna með tveimur í þeim leik, við gátum ekki unnið þennan leik í dag eftir tap í þeim leik þannig að það kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka eftir bikarinn en ég hef trú á því að við vinnum þann leik og menn koma dýrvitlausir í þann leik." sagði Oliver.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner