Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   sun 03. júlí 2016 16:50
Valur Páll Eiríksson
Oliver: Kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 2-3 tap gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Breiðablik missti þar niður 2-0 forystu í 2-3 tap á tíu mínútum. En hvað fór eiginlega úrskeiðis?

„Góð spurning, eins og þú segir, þessar 10 mínútur þær fóru bara út í veður og vind og þeir refsa okkur illilega. Það sem gerist er að við erum ekki nógu nálægt mönnum, töpum einvígunum okkar og spilum þetta bara kolvitlaust eftir að við komumst 2-0 yfir."

Þá var Oliver spurður um hvort menn hefðu misst hausinn.

„Ég gæti komið með 100 afsakanir fyrir því af hverju við unnum ekki þennan leik. Við vorum með leikinn í okkar höndum og ekki neitt að gerast hjá þeim, þeir skapa ekkert í fyrri hálfleik og þeir voru ekki að gera neitt."

Svo kemur þessi 10 mínútna kafli þar sem þeir skora útaf aumingjaskap hjá okkur þar sem við erum ekki nógu einbeittir. Svo kemur bara annað og annað og eftir það liggja þeir bara niður, skiljanlega. Við vorum ekki nógu frískir eða góðir til að nýta okkur það.

Breiðablik tapaði einnig 2-3 gegn Jelgava á fimmtudaginn og halda til Lettlands í vikunni í síðari leikinn. En hefur tapið einhver áhrif á undirbúning fyrir Evrópuleikinn ytra á fimmtudag?

„Nei, við förum út á þriðjudaginn og þetta hefur enginn áhrif á undirbúninginn fyrir það. Við verðum bara að vinna með tveimur í þeim leik, við gátum ekki unnið þennan leik í dag eftir tap í þeim leik þannig að það kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka eftir bikarinn en ég hef trú á því að við vinnum þann leik og menn koma dýrvitlausir í þann leik." sagði Oliver.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner