Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 03. júlí 2016 16:50
Valur Páll Eiríksson
Oliver: Kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 2-3 tap gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Breiðablik missti þar niður 2-0 forystu í 2-3 tap á tíu mínútum. En hvað fór eiginlega úrskeiðis?

„Góð spurning, eins og þú segir, þessar 10 mínútur þær fóru bara út í veður og vind og þeir refsa okkur illilega. Það sem gerist er að við erum ekki nógu nálægt mönnum, töpum einvígunum okkar og spilum þetta bara kolvitlaust eftir að við komumst 2-0 yfir."

Þá var Oliver spurður um hvort menn hefðu misst hausinn.

„Ég gæti komið með 100 afsakanir fyrir því af hverju við unnum ekki þennan leik. Við vorum með leikinn í okkar höndum og ekki neitt að gerast hjá þeim, þeir skapa ekkert í fyrri hálfleik og þeir voru ekki að gera neitt."

Svo kemur þessi 10 mínútna kafli þar sem þeir skora útaf aumingjaskap hjá okkur þar sem við erum ekki nógu einbeittir. Svo kemur bara annað og annað og eftir það liggja þeir bara niður, skiljanlega. Við vorum ekki nógu frískir eða góðir til að nýta okkur það.

Breiðablik tapaði einnig 2-3 gegn Jelgava á fimmtudaginn og halda til Lettlands í vikunni í síðari leikinn. En hefur tapið einhver áhrif á undirbúning fyrir Evrópuleikinn ytra á fimmtudag?

„Nei, við förum út á þriðjudaginn og þetta hefur enginn áhrif á undirbúninginn fyrir það. Við verðum bara að vinna með tveimur í þeim leik, við gátum ekki unnið þennan leik í dag eftir tap í þeim leik þannig að það kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka eftir bikarinn en ég hef trú á því að við vinnum þann leik og menn koma dýrvitlausir í þann leik." sagði Oliver.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner