Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 03. júlí 2016 16:50
Valur Páll Eiríksson
Oliver: Kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Oliver var að vonum ósáttur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, leikmaður Breiðabliks var að vonum ósáttur eftir 2-3 tap gegn ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins í dag. Breiðablik missti þar niður 2-0 forystu í 2-3 tap á tíu mínútum. En hvað fór eiginlega úrskeiðis?

„Góð spurning, eins og þú segir, þessar 10 mínútur þær fóru bara út í veður og vind og þeir refsa okkur illilega. Það sem gerist er að við erum ekki nógu nálægt mönnum, töpum einvígunum okkar og spilum þetta bara kolvitlaust eftir að við komumst 2-0 yfir."

Þá var Oliver spurður um hvort menn hefðu misst hausinn.

„Ég gæti komið með 100 afsakanir fyrir því af hverju við unnum ekki þennan leik. Við vorum með leikinn í okkar höndum og ekki neitt að gerast hjá þeim, þeir skapa ekkert í fyrri hálfleik og þeir voru ekki að gera neitt."

Svo kemur þessi 10 mínútna kafli þar sem þeir skora útaf aumingjaskap hjá okkur þar sem við erum ekki nógu einbeittir. Svo kemur bara annað og annað og eftir það liggja þeir bara niður, skiljanlega. Við vorum ekki nógu frískir eða góðir til að nýta okkur það.

Breiðablik tapaði einnig 2-3 gegn Jelgava á fimmtudaginn og halda til Lettlands í vikunni í síðari leikinn. En hefur tapið einhver áhrif á undirbúning fyrir Evrópuleikinn ytra á fimmtudag?

„Nei, við förum út á þriðjudaginn og þetta hefur enginn áhrif á undirbúninginn fyrir það. Við verðum bara að vinna með tveimur í þeim leik, við gátum ekki unnið þennan leik í dag eftir tap í þeim leik þannig að það kemur í ljós hvort menn ætli að eyðileggja Evrópudeildina líka eftir bikarinn en ég hef trú á því að við vinnum þann leik og menn koma dýrvitlausir í þann leik." sagði Oliver.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner