Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. ágúst 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Allir markverðir Ross County heita Ross
Ross Doohan varði mark Ross County gegn Celtic á undirbúningstímabilinu.
Ross Doohan varði mark Ross County gegn Celtic á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Getty Images
Ross County leikur í efstu deild skoska boltans og spilar sinn fyrsta leik á deildartímabilinu í kvöld, gegn Motherwell.

Það hefur vakið athygli að á milli stanga Ross County verður markvörður að nafni Ross.

Ef eitthvað kemur fyrir Ross og hann þarf skiptingu, þá þarf Ross County ekki að örvænta því það er annar Ross tilbúinn á bekknum til að taka stöðu Ross í markinu.

Ef þriðji markvörðurinn yrði svo, í allra versta falli, kallaður til sögunnar þá heitir hann líka Ross!

Ross Laidlaw, 28 ára, klæðist treyju númer 1. Ross Munro, 20 ára, er númer 31 og Ross Doohan, 22, er nýkominn til félagsins að láni frá Celtic og enn án treyjunúmers.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner