Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. ágúst 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnþór Ari Atlason.
Arnþór Ari Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Sigurður Jóhannesson.
Sveinn Sigurður Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
(Ekki Lars) Marcus Johansson.
(Ekki Lars) Marcus Johansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Kristinn Steindórsson.
Kristinn Steindórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur er 25 ára gamall leikmaður Breiðabliks sem tók við fyrirliðabandinu fyrir leiktíðina í ár. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Augnabliki og fyrir sænska félagið Halmstad.

Höskuldur á að baki einn A-landsleik sem hann lék nú í janúar. Hann hefur spilað úti á vinstri vængnum á tímabilinu og á alls 97 leiki að baki í efstu deild á Íslandi. Höskuldur sýnir á sér hina hliðina í dag.

Fullt nafn: Höskuldur Gunnlaugsson

Gælunafn: Höggi

Aldur: 25 ára (1994)

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 á móti Fram

Uppáhalds drykkur: Gatorade

Uppáhalds matsölustaður: Spíran verður oft fyrir valinu þessa dagana

Hvernig bíl áttu: Kia Ceed

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Afterlife með Ricky Gervais þessa stundina

Uppáhalds tónlistarmaður: Hjálmar (hljómsveitin)

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, lúxusdýfu, þristur & dökk súkkulaðisósa ofaná (eftir mixið)

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „þú ert númer 1 í röðinni á Flatey Pizza......“

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Er eiginlega kominn yfir það en HK & Stjarnan hefði sennilega verið svarið þegar maður var yngri.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sennilega Aymeric Laporte eða Kingsley Coman

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Margir góðir, en Einar Ólafsson (Einsi Kaldi) fær titilinn.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Valgeir Valgeirsson (meint á góðan hátt samt!)

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Essó 2006.

Mestu vonbrigðin: Öll silfrin

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Arnþór Ara Atlason

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristian Hlynsson & Sveindís Jane

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sveinn Sigurður Jóhannesson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sara Björk, en því miður valdi hún Árna Vill fram yfir mig ;)

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Kwame Quee

Uppáhalds staður á Íslandi: Austurlandið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Tók Marcus Johansson (Lars) í skallaeinvígi!

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hef tekið upp þann vana að drekka hreint kakó frá Guatemala fyrir svefn, veit ekki alveg afhverju, en það er kózý

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Helst kannski þegar það eru einhverjir stórir viðburðir eins og Ólympíuleikarnir eða HM/EM í handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Myndmennt & Textílmennt

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég tók Marcus Johansson (Lars) í skallaeinvígi... fyrir hann

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Arnar Svein (uppá praktíkina), Guðjón Pétur (til að smíða fleka) & Ásgeir Börk (til að veiða til matar).

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er ekki með permanent

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Kristinn Steindórsson er fáranlega góður í pílu

Hverju laugstu síðast: „það eru 5mín í mig“ ... líklegast hálftími í það minnsta

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Örugglega upphitun með mér; strákarnir eru orðnir létt þreyttir á Yoga-flæðinu sem ég píni þá í gegnum fyrir æfingar.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: „hvort kom í alvörunni á undan, eggið eða hænan?“ -Guð
Athugasemdir
banner
banner
banner