Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. ágúst 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fetar í fótspor Eiðs Smára
Joshua Zirkzee.
Joshua Zirkzee.
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknarmaðurinn Joshua Zirkzee er að ganga í raðir belgíska félagsins Anderlecht. Hann mun fara þangað frá þýska stórveldinu Bayern München.

Zirkzee er tvítugur að aldri en hann er ekki í plönum Julian Nagelsmann.

Belgíski fjölmiðlamaðurinn Jarno Bertho bendir á það á Twitter að Zirkzee sé að feta í fótspor Eiðs Smára Guðjohnsen með skiptum sínum til Anderlecht.

Zirkzee er nefnilega Meistaradeildarsigurvegari; hann var hluti af liði Bayern sem varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð.

Það er ekki mjög algengt að Meistaradeildarsigurvegarar spili í Belgíu. Zirkzee verður 17. leikmaðurinn sem vinnur Meistaradeildina og spilar í Belgíu. Eiður var einn af 16 leikmönnunum á undan honum, eins og Bertho bendir á.


Athugasemdir
banner
banner
banner