Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   lau 03. ágúst 2024 21:40
Sölvi Haraldsson
Liverpool skoðar framtíðararftaka Robertson
Tekur hann við af Robertson til framtíðar?
Tekur hann við af Robertson til framtíðar?
Mynd: Sölvi Haraldsson

Liverpool er að skoða unga bakvörðinn Julio Soler nánar en hann gæti verið leikmaðurinn sem tekur við keflinu af Andy Robertson í vinstri bakverðinum í framtíðinni.


Soler spilar fyrir argentíska félagið Lanus og er 19 ára gamall. Hann þykir mikið efni en Liverpool eru að undirbúa tilboð í kappann.

Táningurinn hefur vakið athygli með Argentínu á Ólympíuleikunum í Frakklandi þar sem Argentínumenn eru komnir í undanúrslitin.

Lanus vilja rúmar 13 milljónir punda fyrir Soler. 

Soler er fæddur í Paragúay en er með argentískan ríkisborgararétt. Hann hefur alla tíð iðkað knattspyrnu með Lanus í Argentínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner