Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   lau 03. ágúst 2024 14:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan sýnir Abraham áhuga
Mynd: EPA

AC Milan vill fá Tammy Abraham framherja Roma. Roma er tilbúið að selja hann eftir að Artem Dovbyk gekk til liðs við félagið frá Girona.


Corriere dello Sport greinir frá því að Milan vilji fá Abraham og er tilbúið að senda vængmanninn Noah Okafor til Roma.

Okafor gekk til liðs við MIlan frá RB Salzburg en þessi svissneski landsliðsmaður skoraði sex mörk og lagði upp þrjú í 36 leikjum á síðustu leiktíð.

Roma vill fá 25-30 milljón evra fyrir enska framherjann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner