Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   lau 03. ágúst 2024 18:00
Sölvi Haraldsson
Stefán Árni frá næsta mánuðinn
Stefán Árni meiddist í leiknum gegn KA.
Stefán Árni meiddist í leiknum gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, fór meiddur af velli gegn KA í liðinni viku en samkvæmt heimildum fótbolta.net verður hann frá næsta mánuðinn.


Eftir KA leikinn sást til Stefáns Árna á hækjum en nú er ljóst hvað hann verður lengi.

Búist er við því að hann verði frá í 4-6 vikur en Stefán er að glíma við meiðsli aftan í læri. KA leikurinn var fimmti leikur Stefáns á tímabilinu en í þeim leikjum hefur hann skorað eitt mark.

Næsti leikur KR er gegn HK í Kórnum en Stefán mun missa af honum vegna meiðslanna og er ljóst að Finnur Tómas Pálmason verður ekki með liðinu vegna leikbanns. Alls ekki það sem KR-ingar vildu heyra sem hafa verið í vandræðum með hópinn sinn í sumar.

Stefán Árni missti af byrjun mótsins þar sem hann var úti í námi en núna missir hann af næstu leikjum vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner