Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mán 03. október 2022 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leicester og Forest: Vardy og Lingard koma inn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Botnlið Leicester tekur á móti nýliðum Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Þessi leikur gæti reynst ansi mikilvægur fyrir Brendan Rodgers og lærisveina hans í Leicester sem hafa farið hörmulega af stað á tímabilinu.

Stjórasæti Rodgers er talið vera í hættu þrátt fyrir frábæran árangur á fyrstu tímabilunum við stjórnvölinn.

Rodgers gerir aðeins eina breytingu frá 6-2 tapi gegn Tottenham í síðustu umferð en varnarleikur Leicester hefur verið skelfilegur eftir brottfarir Kasper Schmeichel og Wesley Fofana í sumar.  Liðið er búið að fá 22 mörk á sig í 7 leikjum.

Jamie Vardy kemur aftur inn í byrjunarliðið fyrir Patson Daka sem fer á bekkinn. 

Steve Cooper, stjóri Forest, gerir þrjár breytingar frá tapi í nýliðaslag gegn Fulham. Forest tapaði hinum nýliðaslagnum umferðina þar á undan og þarf að fara að safna stigum því það er erfið fallbarátta framundan, en liðið er í næstneðsta sæti aðeins með fjögur stig.

Jesse Lingard kemur inn í byrjunarliðið ásamt Lewis O'Brien og Cheikhou Kouyate. Þeir koma inn fyrir Ryan Yates, Willy Boly og Remo Freuler.

Leicester: Ward, Justin, Faes, Evans, Castagne, Ndidi, Tielemans, Dewsbury-Hall, Barnes, Maddison, Vardy.
Varamenn: Iversen, Amartey, Thomas, Albrighton, Praet, Soumare, Iheanacho, Perez, Daka.

Nott. Forest: Henderson, Williams, Cook, McKenna, Lodi, O'Brien, Kouyate, Gibbs-White, Lingard, Johnson, Awoniyi.
Varamenn: Hennessey, Worrall, Aurier, Boly, Mangala, Yates, Freuler, Surridge, Dennis.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner