Fótboltafréttamaðurinn mikilsvirti Fabrizio Romano greinir frá því að bakvörðurinn sókndjarfi Jeremie Frimpong er að skrifa undir nýjan samning við Bayer Leverkusen þrátt fyrir mikinn áhuga frá stórveldum víða um Evrópu.
Frimpong er búinn að samþykkja samning sem gildir til 2028 en félög á borð við Manchester United, FC Bayern og Barcelona voru orðuð við hann í sumar.
Frimpong er 22 ára Hollendingur sem spilar fyrir U21 landsliðið. Hann er lykilmaður í sterku liði Leverkusen undir stjórn Xabi Alonso og kom að 20 mörkum í 48 leikjum á síðustu leiktíð. Hann er þegar kominn með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í átta leikjum á nýju tímabili.
Frimpong hefur trú á verkefninu sem er í gangi undir stjórn Alonso, en Leverkusen hefur farið feykilega vel af stað í haust og er á toppi þýsku deildarinnar sem stendur. Liðið rétt náði Evrópudeildarsæti á síðustu leiktíð.
Athugasemdir