Fram kom í viðtali við Frey Alexandersson í gær að Sævar Atli Magnússon væri að spila í gegnum nárameiðsli.
Freyr, sem er þjálfari Lyngby, sagði eftirfarandi eftir sigurinn gegn OB í gær:
Freyr, sem er þjálfari Lyngby, sagði eftirfarandi eftir sigurinn gegn OB í gær:
„Sævar er búinn að vera með í náranum í þrjá mánuði, hann mun harka í gegnum það restina af tímabilinu (fram að vetrarfríi). Svo fer hann í ákveðið meðferðarferli eftir það. Við getum ekki lagað það meðan tímabil er í gangi, hann er víkingur í gegn og mun spila með sársauka. Í vetrarfríinu vinnum við í þessu, það tekur örugglega 8-12 vikur að ná þessu úr honum."
Um kviðslit er að ræða, svokallað 'sports hernia' og spilar Sævar í gegnum sársauka. Hann vildi þó ekki gera of mikið úr meiðslunum þegar hann var spurður út í þau.
„Næstum hver einasti fótboltamaður er með meiðsli og stundum þarftu að bíta á jaxlinn til að komast í gegnum leikina. Þetta er búið að vera smá erfitt fyrir mig, lenti í þessu í byrjun tímabilsins."
„Já, þetta er það (vont á meðan leikurinn er í gangi), en það er erfiðara að æfa. Ég hef verið að taka verkjatöflur. Svona er þetta bara og ég mun alveg komast í gegnum þetta," sagði leikmaðurinn.
Stöðutaflan
Danmörk
Superliga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FCK | 16 | 10 | 3 | 3 | 33 | 19 | +14 | 33 |
2 | Midtjylland | 16 | 10 | 3 | 3 | 29 | 19 | +10 | 33 |
3 | Brondby | 16 | 9 | 4 | 3 | 29 | 17 | +12 | 31 |
4 | Silkeborg | 16 | 8 | 3 | 5 | 26 | 17 | +9 | 27 |
5 | FC Nordsjaelland | 16 | 7 | 5 | 4 | 25 | 13 | +12 | 26 |
6 | AGF Aarhus | 16 | 6 | 7 | 3 | 19 | 16 | +3 | 25 |
7 | Viborg | 16 | 5 | 4 | 7 | 16 | 24 | -8 | 19 |
8 | Lyngby | 16 | 4 | 5 | 7 | 19 | 27 | -8 | 17 |
9 | OB Odense | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 24 | -4 | 16 |
10 | Randers FC | 16 | 3 | 6 | 7 | 18 | 31 | -13 | 15 |
11 | Vejle | 16 | 3 | 4 | 9 | 16 | 21 | -5 | 13 |
12 | Hvidovre | 16 | 1 | 4 | 11 | 9 | 31 | -22 | 7 |
Athugasemdir