Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 03. nóvember 2019 22:30
Aksentije Milisic
Shearer segir Rashford skorta drápseðli fyrir framan markið
Alan Shearer fagnar marki.
Alan Shearer fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði 1-0 gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðið hafði verið taplaust í fjórum síðustu leikjum en frammistaðan í gær var ekki upp á marga fiska.

Alan Shearer var sérfræðingur í Match of the Day í gær og ræddi hann þar um Marcus Rashford, framherja liðsins og sagði hann skorta drápseðli fyrir framan markið.

„Sóknarleikur Man.Utd var skelfilegur í þessum leik. Í seinni hálfleiknum voru þeir að elta leikinn. Þú ert með Martial og Rashford sem eru leikmenn sem þú leitar til þegar þú þarft mörk. Í gær voru þeir ekkert inn í teignum, það gat ekki komið fyrirgjöf af því að það var enginn leikmaður mættur," sagði Shearer.

„Ef Rashford vill skora fleiri mörk, sem hann augljóslega langar, þá verður hann að bæta þennan hluta af spilamennsku sinni. Þetta drápseðli. Þegar hann sér að McTominay er að hlaða í skotið, þá verður hann að koma sér inn í teiginn og vera klár í frákastið. Hann verður að vera á hreyfingu og tilbúinn í að klára færið," hélt Shearer áfram.

„Ef hann hreyfir sig og kemur sér inn á hættusvæði, þá getur hann potað inn mikið af mörkum. Hans viðbrögð eru ekki að koma sér inn í teiginn og vera klár í frákastið. Þetta er eitthvað sem er hægt að kenna honum."

Þessi ummæli Shearer eru mjög lík orðum sem Solskjær, stjóri United, lét falla um Rashford í september. Þar sagði hann að Rashford yrði að koma sér inn í teiginn og vera tilbúinn í þessi svokölluðu „ljótu mörk". „Ef hann vill skora meira þá verður hann að hugsa eins og alvöru framherji. Þessi mörk telja alveg jafn mikið og hin sem eru flottari," sagði Solskjær um Rashford.


Athugasemdir
banner
banner