Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 03. nóvember 2024 23:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Athletic Bilbao fór illa með færin

Athletic 1 - 1 Betis
0-1 Pablo Fornals ('52 )
1-1 Alejandro Berenguer ('68 )


Athletic Bilbao var með mikla yfirburði gegn Betis í kvöld. Liðið óð í færum fyrsta stundafjórðunginn og þar voru bræðurnir Nico og Inaki Williams í aðalhlutverki en þeim tókst ekki að setja boltann í netið. Það var markalaust í hálfleik.

Betis hafði tapað níu af síðustu tíu leikjum á útivelli gegn Bilbao og það leit út fyrir að enn einn tapleikurinn væri í uppsiglingu.

Þeim tókst hins vegar að komast yfir þegar Pablo Fornals fékk boltann inn á teignum og skoraði snemma í seinni hálfleik.

Alex Berenguer kom inn á sem varamaður og hann var ekki búinn að vera lengi inn á þegar hann skallaði boltann í netið og jafnaði metin fyrir Bilbao og tryggði liðinu stig.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner