Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   sun 03. nóvember 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður við Musiala fara á fullt í vetrarfríinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það styttist í að sóknartengiliðurinn hæfileikaríki Jamal Musiala verði búinn að skrifa undir nýjan risasamning við þýska stórveldið FC Bayern.

Max Eberl, stjórnandi hjá Bayern, er jákvæður fyrir samningsviðræðunum sem hann býst við að fari á fullt skrið í vetrarfríi þýsku deildarinnar, sem hefst 22. desember og lýkur 10. janúar.

„Við erum að vinna í þessu, viðræður eru í gangi. Þetta er forgangsmál fyrir stjórnina," sagði Eberl.

Musiala virðist einnig vera spenntur fyrir framtíð sinni hjá félaginu en hann er aðeins 21 árs gamall og þrátt fyrir það algjör lykilmaður bæði í sterku liði Bayern og þýska landsliðinu.

„Ég vona að þið sjáið hversu ánægður ég er hjá Bayern. Mér líður virkilega vel hérna. Ég hef verið einbeittur að því að ná mér af meiðslum síðustu vikur, ég mun hugsa um samningsmálin í vetrarfríinu."

Núverandi samningur Musiala við Bayern rennur út sumarið 2026 en hann er kominn með 7 mörk og 4 stoðsendingar í 12 leikjum það sem af er tímabils.

Hann kom að 20 mörkum í 38 leikjum með Bayern á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner