Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 03. desember 2020 09:07
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback hættur sem þjálfari Noregs (Staðfest)
Solbakken tekur við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback er ekki lengur landsliðsþjálfari Noregs en Stale Stalbakken hefur verið ráðinn í starfið í hans stað. Solbakken hætti hjá FC Kaupmannahöfn í ár eftir sjö ára starf þar.

Norska knattspyrnusambandið greindi frá þessu í fréttatilkynningu nú rétt í þessu.

Hinn 72 ára gamli Lars þjálfaði Ísland á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni áður en hann tók við norska landsliðinu árið 2017. Undir hans stjórn komst Noregur hins vegar ekki á HM 2018 né EM á næsta ári.

„Norska sambandið vill þakka Lars fyrir starf sitt með A-landsliðið. Í hans tíð fengum við heila nýja kynslóð af landsliðsmönnum sem lofar góðu fyrir framtíðina," segir í yfirlýsingu frá norska sambandinu.

„Með Lars lyftum við okkur upp um 40 sæti á FIFA listanum.
Við unnum riðilinn okkar í Þjóðadeildinni 2018 og erum á góðri leið upp á við en því miður unnum við ekki umspilsleikinn um sæti á EM á næsta ári."


Staða landsliðsþjálfara á Íslandi er laus og ljóst er að Lars verður einn af þeim sem verður orðaður við þá stöðu á næstunni.
Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner