Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   lau 03. desember 2022 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Argentínu og Ástralíu: Papu Gomez inn fyrir Di María
Mynd: EPA
Argentína og Ástralía eigast við í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar klukkan 19:00 í kvöld en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á RÚV2.

Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, gerir eina breytingu á sínu liði en Papu Gomez kemur inn fyrir Angel Di María.

Það er einnig ein breyting hjá Áströlum en Keanu Baccus kemur inn fyrir Craig Goodwin.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið beggja liða.

Argentína: Martínez; Molina, Cristian Romero, Otamendi, Acuña; De Paul, Enzo Fernández, Mac Allister; Lionel Messi, Julián Álvarez, Papu Gómez.

Ástralía: Ryan, Degenek, Rowles, Souttar, Behich, Baccus, Mooy, Irvine, Leckie, Duke, McGree.
Athugasemdir
banner
banner