Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 03. desember 2023 17:41
Brynjar Ingi Erluson
Hneykslaður á fagnaðarlátum Chelsea - „Þetta er bara Brighton“
Mynd: EPA
Leikmenn Chelsea leyfðu sér að fagna vel og innilega eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag en ekki voru allir hrifnir af fagnaðarlátunum.

Chelsea hafði ekki unnið síðustu tvo leik og var sigurinn því mikilvægur, ekki bara með stigin að gera heldur líka til að bæta andrúmsloftið.

Heimamenn spiluðu einnig manni færri allan síðari hálfleikinn og sigurinn því enn sætari.

Enski blaðamaðurinn Richard Keys furðaði sig á fagnaðarlátum Chelsea eftir leikinn.

„Ég hika nú við það að skoða ummæli mín þegar Arsenal vann Fulham á síðasta ári, en þetta er bara Brighton. Þetta er eins og eitthvað Meistaradeildarfagn, þeir eru rosalega frakkir þarna,“ sagði Keys.

Andy Gray var með Keys í settinu á BeinSports og fullyrti að þetta væru stór og mikilvæg úrslit fyrir Chelsea, en Keys var ekki sannfærður.

„Er það samt?“ sagði Keys og spurði.

Chelsea er í 10. sæti deildarinnar með 19 stig, tíu stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner