Fjórtándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í dag með fimm leikjum. Arsenal, Chelsea, Liverpool og Newcastle unnu öll á meðan Man City og Tottenham gerðu jafntefli á Etihad í kvöld. Manchester United tapaði og nýliðar Burnley unnu sannfærandi 5-0 sigur á Sheffield United á meðan Everton vann 1-0 sigur á Nottingham Forest.
Markvörður: Jordan Pickford (Everton) - Pickford verðskuldar sæti í liðinu. Frábær frammistaða gegn Nottingham Forest, átti þátt í sigurmarkinu og kom liðinu einnig til bjargar eins og svo oft áður.
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Nýi Steven Gerrar þeirra Liverpool-manna. Hetjan í dag, skoraði eitt geggjað mark úr aukaspyrnu og annað laglegt sigurmark í lokin. Nýju Predator-skórnir að skila.
Varnarmaður: Dara O'Shea (Burnley) - Frábær í vörn Burnley og með Oli McBurnie í vasanum, sem varð til þess að framherjinn fór að sýna olnbogann og var rekinn af velli.
Varnarmaður: Fabian Schär (Newcastle) - Það má ekki vanmeta framlag hans. Keyrði boltann fram, kastaði sér fyrir skot og var með Martial í vasanum.
Miðjumaður: Lucas Koleosho (Burnley) - Skoraði eitt mark fyrir Burnley og er farinn að sýna sparihliðarnar í deild þeirra bestu.
Miðjumaður: Martin Ödegaard (Arsenal) - Farinn að líta út eins og leikmaðurinn sem hann var á síðasta tímabili. Stjórnaði miðjunni, skoraði gott mark og var alltaf að skapa færi fyrir liðsfélaga sína.
Miðjumaður: Enzo Fernandez (Chelsea) - Fernandez hefur vissulega átt betri leiki með Chelsea en skoraði tvö mikilvæg mörk í 3-2 sigrinum á Brighton.
Miðjumaður: Dwight McNeil (Everton) - Laglegt og mikilvægt mark sem hann skoraði gegn Nottingham Forest. Everton-menn þurftu þetta meira en öll lið eftir það sem hefur gengið á bakvið tjöldin.
Sóknarmaður: Anthony Gordon (Newcastle) - Gordon er að njóta þess að spila fótbolta. Skoraði sigurmarkið gegn Man Utd og styttist í að hann verði valinn í enska landsliðið.
Sóknarmaður: Ollie Watkins (Aston Villa) - Skoraði og lagði upp til að bjarga stigi fyrir Villa. Markið hans var með glæsilegum skalla,
Athugasemdir