Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 04. janúar 2013 07:00
Sebastían Sævarsson Meyer
Benitez: Torres þarf hvíld
Fernando Torres.
Fernando Torres.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Chelsea, vonast til að geta gefið Fernando Torres hvíld um helgina gegn Southampton í enska bikarnum, skyldi Demba Ba vera tilbúinn til að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Benitez viðurkenndi að Spánverjinn þurfi svo sannarlega á hvíld að halda eftir að hafa verið í byrjunarliðinu í hverjum einasta leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Demba Ba gekkst undir læknisskoðun hjá Chelsea í gær og verður að öllum líkindum kynntur sem leikmaður félagsins á næstunni en hann mun minnka álagið á Torres.

,,Fernando er einn af þeim leikmönnum sem þarf hvíld. Tveir eða þrír leikmenn hafa spilað of marga leiki undanfarnar vikur og mánuði," sagði Benitez.

,,Það hefur gengið vel að stýra því en gegn QPR virkaði það ekki, sumir náðu ekki þeim hæðum sem búist var við af þeim. Án þess að nefna einhver nöfn, ef annar sóknarmaður væri til staðar væri hægt að spila með tvo sóknarmenn þegar þess þarf."

,,Eða ef það þarf að hvíla einn sóknarmann þá er hægt að gera það en við höfum verið býsna fáliðaðir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner