Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 04. febrúar 2023 15:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hafa skorað fæst mörk á Englandi - Komnir með tvö gegn Liverpool

Það gengur hvorki né rekur hjá Liverpool þessa dagana en liðið er nú tveimur mörkum undir gegn Wolves.


Eins og staðan er núna er Liverpool í neðri hluta deildarinnar, í 11. sæti. Joel Matip skoraði sjálfsmark þegar boltinn fór í hann eftir fyrirgjöf frá Hwang Hee-Chan á 5. mínútu.

Rúmum fimm mínútum síðar skoraði Craig Dawson sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik.

Wolves var búið að skora 12 mörk í deildinni fyrir leikinn en ekkert lið í fjórum efstu deildum Englands var búið að skora færri mörk fyrir leik dagsins.

Everton, sem vann topplið Arsenal fyrr í dag hefur skorað næst fæst mörk í úrvalsdeildinni ásamt Nottingham Forest, 16 talsins.


Athugasemdir
banner
banner