Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   þri 04. maí 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Þór sleit hásin - „Besti keeperinn í deildinni"
Lengjudeildin
watermark Andri Þór
Andri Þór
Mynd: Hulda Margrét
watermark Davíð Smári
Davíð Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Andri Þór Grétarsson er með slitna hásin, þetta staðfesti Davíð Smári sem er þjálfari Andra hjá Kórdrengjum.

Andri meiddist snemma leiks gegn ÍBV í 2. umferð Mjólkurbikarsins um helgina. Hann fer í aðgerð í vikunni og verður frá út tímabilið.

Kórdrengir voru ekki með varamarkvörð og því fór Ásgeir Frank Ásgeirsson í markið og þótti standa sig vel.

„Þetta er mikill missir, að mínu mati besti keeperinn í Lengjudeildinni og finnst hann vera á Pepsi leveli," sagði Davíð Smári við Fótbolta.net.

Eruði að leita eftir því að fá inn markvörð hér á íslenska markaðnum?

„Ég er að skoða ákveðna möguleika bæði hér heima og erlendis frá. Við erum hinsvegar líka með Sindra (Snæ Vilhjálmsson) sem hefur staðið sig frábærlega og ég hef mikla trú à. En hann meiddist daginn fyrir leikinn gegn ÍBV og fer erlendis í skóla í byrjun ágúst. Þannig þetta er smá snúin staða," sagði Davíð. Sindri glímir við ökklameiðsli og verður ekki lengi frá.

Hér innanlands hefur verið talað um að Daði Freyr Arnarsson, markvörður FH, gæti farið á láni frá Fimleikafélaginu.

Þá virðast þeir Atli Gunnar Guðmundsson og Vladan Djogatovic vera á lausu. KA, Vestri og Þór hafa einnig verið í leit að markverði.

Kórdrengjum er spáð 7. sæti í Lengjudeildinni í sumar og þeir mæta Aftureldingu á útivelli í fyrstu umferð á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner