Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. maí 2021 23:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Rökrétt miðað við vinnu okkar síðustu fjögur eða fimm ár"
Mynd: EPA
Mahrez skoraði bæði mörkin í kvöld.
Mahrez skoraði bæði mörkin í kvöld.
Mynd: EPA
„Fólk heldur að það sé auðvelt að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er rökrétt að við séum komnir í úrslitaleikinn núna miðað við vinnu okkar síðustu fjögur eða fimm ár."

„Alla daga halda þessir leikmenn stöðuglegika. Við skoruðum mark í gegnum varnarvegginn þeirra og í dag skallaði Marquinhos í slána, það munar svo litlu í þessari keppni."

„Manchester United vann því John Terry rann á punktinum og liðið skoraði í uppbótartíma gegn Bayern. Real Madrid vann gegn Atletico með marki á 93. mínútu. Þetta er keppni sem er svo erfið og eitthvað í stjörnunum hefur áhrif á úrslitin."


Pep Guardiola, stjóri Manchester City, horfði á heildarmyndina þegar hann ræddi um árangur liðsins í kvöld. Félagið er í fyrsta sinn með lið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en oft ráðast viðureignir í Meistaradeildinni á minnstu smáatriðum.

Til að mynda tapaði City gegn Tottenham á minnsta smáatriði árið 2019.

Guardiola þakkaði þá eigendunum og stjórnarmönnum fyrir árangurinn til þessa. Liðið mætir annað hvort Chelsea eða Real Madrid í úrslitaleik í Istanbul.

„Þetta snýst ekki bara um peningana. Þetta er allt um fólkið á bakvið tjöldin. Ef þú heldur að þetta sé einungis vegna peninganna þá hefuru rangt fyrir þér," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner