Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. júní 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Fær mikla athygli frá Indverjum - „Fyndnustu skilaboð sem ég hef séð"
Guðjón Baldvinsson
Guðjón Baldvinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, fær ennþá fjöldan allan af skilaboðum á Instagram frá stuðningsmönnum Kerala Blasters í Indlandi. Guðjón spilaði með Kerala Blasters á láni í tvo mánuði árið 2018.

„Við setjumst stundum niður og lesum skilaboðin því að þetta eru fyndnustu skilaboð sem ég hef séð. Þetta er léleg enska en svaka áhugi og allir að hafa samband við þig," sagði Guðjón í Niðurtalningunni á Fótbolta.net í dag.

„Þú ert eins og geimvera þarna í rauninni. Þú lítur allt öðruvísi út en allir þarna. Þeir muna extra vel eftir Íslendingum og víkingaklappinu. Þeim fannst það vera alveg stórmerkilegt."

Á dögunum fór Guðjón í sjónvarpsviðtal í Indlandi þar sem hann fékk áhugaverða spurningu. „Ég var spurður að því hver er efnilegastur í deildinni. Ég veit ekki eitt nafn svo ég bullaði eitthvað þar," sagði Guðjón.

David James og Hermann Hreiðarsson fengu Guðjón á láni til Kerala Blasters á sínum tíma og hann var á leið aftur til félagsins árið 2019 þegar James missti þjálfarastarfið hjá liðinu. Guðjón væri tl í að spila aftur í Indlandi í framtíðinni.

„Ég væri virkilega til í að fara aftur þangað. Þetta var virkilega fyndinn tími á mínum ferli," sagði Guðjón.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Niðurtalningin - Reynsluboltar úr Garðabænum
Athugasemdir
banner
banner
banner