Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. júlí 2019 14:20
Magnús Már Einarsson
Buffon aftur til Juventus (Staðfest)
Bætir líklega leikjamet í Serie A
Mættur aftur.
Mættur aftur.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn reyndi Gianluigi Buffon hefur skrifað undir eins árs samning við sitt gamla félag Juventus. Buffon lék með PSG á síðasta tímabili eftir að hafa staðið vaktina í marki Juventus samfleytt frá 2001 til 2018.

Hinn 41 árs gamli Buffon kemur frítt til Juventus en PSG ákvað að framlengja ekki samning hans.

Buffon kláraði læknisskoðun í morgun áður en hann skrifaði undir samning hjá Juventus.

Félög í ensku úrvalsdeildinni og víðar höfðu áhuga á Buffon að sögn umboðsmanns hans en hann ákvað að fara aftur til Juventus.

Buffon er nálægt því að ná meti Paolo Maldini og verða leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Serie A en talið er að að hann hafi samið við forráðamenn félagsins um að spila að minnsta kosti tíu leiki á komandi tímabili til að ná metinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner