
Það hefur verið nokkuð talað um það að breiddin hafi líklega aldrei verið meiri í íslenska landsliðinu en hún er núna.
Og það er í raun óhætt að fullyrða það. Það eru mikil gæði út um allan völl.
Og það er í raun óhætt að fullyrða það. Það eru mikil gæði út um allan völl.
„Við erum með svo flotta leikmenn í liðinu okkar í öllum stöðum. Það eru allir með mismunandi styrkleika sem er mjög gott fyrir okkur sem lið. Ég er ekki viss um að við höfum haft svona mikla breidd lengi. Þetta verður hausverkur fyrir Steina, að velja liðið,” sagði miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir í hlaðvarpi sem birtist hér á síðunni fyrr í dag.
„Svo getum við alltaf fengið ‘impact’ af bekknum sem er gríðrlegur styrkleiki,” sagði Guðrún Arnardóttir í sama hlaðvarpi.
Það er óhætt að segja það að Ísland sé á góðum stað hvað varðar breidd fyrir Evrópumótið sem er framundan. Það eru frábærir leikmenn í öllum stöðum, leikmenn sem eru að spila fyrir stærstu lið Evrópu.
Það er auðveldlega hægt að stilla upp í tvö mjög sterk byrjunarlið eins og sjá mér hér fyrir neðan.
Lið 1 er líklegt byrjunarlið í fyrsta leik á EM.

Lið 2 eru svo leikmennirnir sem geta komið inn.
Þessi breidd er ekkert grín; þetta eru allt stórkostlegir leikmenn sem geta haft mikil áhrif ef þær koma inn í leiki eða byrja þá. Þarna eru líka margir spennandi leikmenn upp á framtíðina að gera, eins og í hinu liðinu.

Við erum í erfiðum riðli á EM, en það eru möguleikar til staðar fyrir okkur - klárlega. Það eru ellefu leikmenn að fara á sitt fyrsta stórmót og framtíðin er án efa björt hjá íslenska landsliðinu, sama hvernig fer í sumar.
Þjálfararnir hafa talað um að markmiðið sé að vinna einn leik og taka stöðuna svo. Það er góð byrjun og verður gaman að sjá hvernig liðinu mun vegna í fyrsta leik gegn Belgíu eftir sex daga. Það eru bara sex dagar í þetta!
Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á hlaðvarpið þar sem miðverðirnir Glódís og Guðrún fóru um víðan völl á hálftíma.
Athugasemdir