Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 04. júlí 2022 13:15
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Chelsea og Juventus um De Ligt halda áfram
De Ligt í landsleik með Hollandi.
De Ligt í landsleik með Hollandi.
Mynd: EPA
Búið er að plana fund milli Chelsea og Juventus um varnarmanninn Matthijs de Ligt, þetta segir ítalski fjölmiðlamaðurinn Alfredo Pedullà.

De Ligt vill ekki skrifa undir framlengingu við Juventus.

Fyrsta tilboði Chelsea var hafnað en La Gazzetta dello Sport segir að enska félagið hafi lagt fram endurbætt tilboð á borðið upp á 80 milljónir evra.

De Ligt, sem er 22 ára, er með 120 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum.

Chelsea hefur misst lykilmenn í varnarleik sínum og er ákveðið í að styrkja öftustu línu fyrir komandi tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner