Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. ágúst 2024 17:00
Sölvi Haraldsson
Þýskalandsmeistararnir hafa áhuga á Matip
Matip fagnar marki með Liverpool um árið.
Matip fagnar marki með Liverpool um árið.
Mynd: Getty Images

Joel Matip, fyrrum varnarmaður Liverpool, er orðaður við endurkomu í þýska boltann. Jonathan Tah, leikmaður Bayer Leverkusen, hefur verið orðaður við Bayern München en Leverkusen horfa á Matip sem mögulegan eftirmann Tah í liðinu. Sky Sports í Þýskalandi greinir frá.


Tah hefur verið skotmark Bayern München í sumar og Leverkusen hefur átt mjög jákvæðar viðræður við Matip um að ganga til liðs við félagið.

Þessi 32 ára gamli leikmaður er án félags eftir að hann yfirgaf Liverpool þegar samningur hans rann út í sumar.

Matip hefur áhuga á að fara til ríkjandi meistara í Bundesligunni en það hefur ekki náðst munnlegt samkomulag enn sem komið er. Bayer Leverkusen ætla að bjóða Kamerúnmanninum tveggja ára samning.

En Leverkusen er ekki eina liðið sem hefur áhuga á kamerúnska landsliðsmanninum þar sem Matip hefur einnig aðra möguleika í boði.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner