Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. september 2019 10:25
Elvar Geir Magnússon
Arnór ekki með í landsleikjunum
Icelandair
Mynd: Eyþór Árnason
Ljóst er að sóknarleikmaðurinn ungi Arnór Sigurðsson verður ekki með í landsleikjunum gegn Moldóvu og Albaníu vegna meiðsla.

Ekki hefur verið ákveðið hvort leikmaður verði kallaður inn í hópinn í stað Arnórs.

Arnór, sem spilar með CSKA Moskvu, hefur verið frá keppni síðan í ágúst. Hann mætti til landsins til æfinga fyrir landsleikina en eftir æfingu í gær kom í ljós að hann verður ekki leikfær.

Þess má geta að Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Víkings, og Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður KR, æfa með landsliðinu í dag en það ku aðeins vera til að fylla upp í æfinguna. Þeir koma ekki inn í sjálfan hópinn.

Ísland mætir Moldóvu heima á laugardag og Albaníu úti á þriðjudag en leikirnir eru báðir í undankeppni EM.

Markverðir
Hannes Halldórsson (Valur)
Rúnar Alex Rúnarsson (Dijon)
Ögmundur Kristinsson (Larissa)

Varnarmenn
Kári Árnason (Víkingur R.)
Ragnar Sigurðsson (Rostov)
Jón Guðni Fjóluson (Krasnodar)
Hörður Björgvin Magnússon (CSKA Moskva)
Ari Freyr Skúlason (Oostende)
Hjörtur Hermannsson (Bröndby)
Daníel Leó Grétarsson (Álasund)

Miðjumenn
Rúnar Már Sigurjónsson (Astana)
Birkir Bjarnason (Án félags)
Guðlaugur Victor Pálsson (Darmstadt)
Aron Einar Gunnarsson (Al Arabi)
Emil Hallfreðsson (Án félags)
Arnór Ingvi Traustason (Malmö)
Samúel Kári Friðjónsson (Valerenga)

Framherjar
Jón Daði Böðvarsson (Millwall)
Viðar Örn Kjartansson (Rubin Kazan)
Albert Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Kolbeinn Sigþórsson (AIK)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Athugasemdir
banner