Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 04. september 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stigið dugir en hausinn er alls ekki þar - „Ætlum að vinna þennan leik"
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Ísland er í góðum möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við fórum gríðarlega snemma af stað. Ég viðurkenni að það er pínu þreyta núna en það er geggjað að vera komin til Hollands. Núna fer partíið að byrja," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Landsliðið flaug út til Hollands í morgun og tók sína fyrstu æfingu fyrir stórleikinn sem er framundan á þriðjudaginn í blíðskaparveðri í kvöld.

„Ég held að flestar hafi sofið í flugvélinni. Við erum vanar þessu. Svo fengu við okkur allar góðan kaffibolla á hótelinu og núna erum við klárar í æfingu."

Sjá einnig:
Framundan er einn stærsti leikur í fótboltasögu Íslands

Liðið vann sannfærandi 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld.

„Ég er gríðarlega sátt með þann leik," sagði Berglind en er hún var spurð hvort hún hafi verið svekkt með að skora ekki, þá sagði hún: „Það er alltaf gaman að skora en við unnum leikinn. Vonandi kemur mark á þriðjudaginn."

Næst er það Holland. Það er einhver stærsti leikur sem íslenska kvennalandsliðið hefur spilað, en með sigri eða jafntefli þá fer okkar lið á HM í fyrsta sinn í sögunni.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Ég trúi eiginlega ekki að það sé komið að þessu. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fara að spila þennan leik," segir Berglind.

„Við förum inn í þennan leik til þess að vinna og það er markmiðið. Við þurfum að eiga toppleik. Við þurfum að spila okkar besta leik. Við hugsum ekki um jafntefli eða eitthvað þannig, við ætlum að vinna þennan leik."

Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner