Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. október 2019 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi: Alexandra á miðjunni
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir og Elín Metta Jensen.
Alexandra Jóhannsdóttir og Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir í kvöld Frakklandi í vináttulandsleik í Nimes. Byrjunarliðin eru klár.

Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, kemur inn í byrjunarliðið og er hún að spila sinn fjórða A-landsleik. Dagný Brynjarsdóttir byrjar á bekknum, en hún nefbrotnaði í leik með Portland Thorns á dögunum.

Annars er liðið ekki ósvipað því sem spilaði leikina tvo í undankeppni EM í síðasta mánuði. Fremstu þrjár koma allar úr Íslandsmeistaraliði Vals; Hlín, Fanndís og Elín Metta.

Það má búast við erfiðum leik fyrir okkar stelpur, en franska liðið er gríðarlega sterkt. Ísland mætir svo Lettlandi í undankeppni EM á þriðjudaginn.

Byrjunarlið Íslands:
Sandra Sigurðardóttir (m)
Ingibjörg Sigurðardóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Sif Atladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Hlín Eiríksdóttir
Elín Metta Jensen
Fanndís Friðriksdóttir


Athugasemdir
banner
banner
banner