Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 04. október 2019 16:20
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsval, tölfræði og hrun Man Utd á X977 á morgun
Landsliðsvalið verður til umræðu.
Landsliðsvalið verður til umræðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson halda um stjórnartaumana í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun.

Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Framundan eru landsleikir gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM. Val Erik Hamren á hópnum fyrir leikina tvo verður krufið í þættinum.

Skoðuð verður áhugaverð tölfræði úr Pepsi Max-deildinni í sumar.

Þá verður Manchester United til umfjöllunar. Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður og stuðningsmaður Manchester United, varpar ljósi á sex ára hrun liðsins.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner