City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
   fim 02. október 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Palace undirbýr líf eftir Guehi - Skoða tvo leikmenn
Mynd: EPA
Bikarmeistarar Crystal Palace eru byrjaðir að skoða mögulega arftaka enska varnarmannsins Marc Guehi en þetta herma heimildir Sun.

Palace tók ákvörðun um að halda Guehi á lokadegi gluggans þrátt fyrir að hafa samþykkt tilboð Liverpool.

Fyrirliðinn var í læknisskoðun hjá Palace þegar hann komst að því að félagið hafi ákveðið að hætta við söluna.

Guehi, sem er 25 ára gamall, var eðlilega sorgmæddur yfir því að hafa ekki fengið sínu framgengt, en var fljótur að komast yfir það og síðan verið einn besti varnarmaður deildarinnar.

Sun heldur því fram að Palace sé byrjað að leita að arftaka hans, enda möguleiki á að hann verði seldur í janúarglugganum ef gott tilboð berst í hann.

Félagið hefur fylgst náið með Ousmane Diomande, leikmanni Sporting í Portúgal og Josh Acheampong hjá Chelsea.

Salan á Guehi mun velta á því hvort félagið geti fundið leikmann í svipuðum gæðaflokki. Ef það gerist ekki mun hann líklega klára tímabilið með Palace og yfirgefa félagið á frjálsri sölu um sumarið.

Liverpool leiðir enn baráttuna um enska landsliðsmanninn, en Barcelona, Chelsea og Real Madrid eru einnig sögð áhugasöm um að fá hann.
Athugasemdir