Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 23:13
Brynjar Ingi Erluson
PSG fyrsta liðið til að vinna þrjá útileiki í röð gegn Barcelona
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Paris Saint-Germain komu sér í sögubækurnar með 2-1 sigri á Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld.

Goncalo Ramos skoraði sigurmark PSG undir lok leiks eftir frábæra sendingu frá Achraf Hakimi.

Leikurinn var spilaður á Ólympíuleikvanginum í Barcelona og er þetta í annað sinn í röð sem PSG tekst að vinna Barcelona á þeim velli.

Alls hefur PSG unnið þrjá útisigra í röð á Barcelona. PSG vann Barcelona 4-1 á Nou Camp árið 2021 og síðan með sömu markatölu á Ólympíuleikvanginum í apríl á síðasta ári.

PSG skráði sig í sögubækurnar með sigrinum í kvöld og varð fyrsta liðið til að vinna þrjá útisigra í röð gegn Barcelona í Evrópukeppni.

Magnað afrek hjá Evrópumeisturunum sem eru með tvo sigra af tveimur mögulegum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en Barcelona aðeins þrjú stig.


Athugasemdir
banner