City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
banner
   fim 02. október 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Haaland: Ótrúlega pirraður og alls ekki nógu gott
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland skoraði tvennu fyrir Manchester City en var ekkert sérstaklega kátur enda tapaði liðið stigum á lokamínútum leiksins í 2-2 jafntefli gegn Mónakó í Meistaradeildinni.

Haaland skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum sem hefur oft dugað Man City til að vinna leiki, en ekki í þetta sinn.

Mónakó fékk umdeilda vítaspyrnu undir lokin sem Eric Dier skoraði úr og tapaði Man City því tveimur stigum.

„Ég er ótrúlega pirraður og finnst mér að allir ættu að vera það. Þetta er ekki nógu gott,“ sagði Haaland við BBC.

Framherjinn snerti boltann aðeins 17 sinnum í leiknum, en Haaland segir það engu máli skipta.

„Mér er alveg sama. Ég er bara að vinna mína vinnu.“

Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk en Haaland síðan hann spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik árið 2019. Hann er kominn með 52 mörk, eins og Robert Lewandowski, á þessum sex árum.

„Akkúrat núna er ég ekkert að spá í því og eins og ég kom inn á áðan er ég ótrúlega pirraður,“ sagði Norðmaðurinn í lokin.
Athugasemdir
banner