Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Hóta að setja Cardiff í félagaskiptabann vegna Sala
Emiliano Sala.
Emiliano Sala.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur hótað að setja Cardiff í félagaskiptabann í næstu þrjá félagaskiptaglugga ef félagið greiðir Nantes ekki 5,3 milljónir punda fyrir Emiliano Sala.

Um er að ræða fyrstu greiðslu fyrir félagaskipti Sala en félögin sömdu um hana í janúar.

Argentínski framherjinn Sala var á leið til Cardiff þegar flugvél með hann innanborðs brotlenti þann 21. janúar. Sala og flugmaðurinn létu báðir lífið.

Kaupverðið fyrir Sala hljóðaði upp á 15 milljónir punda og fyrsta greiðsla var 5,3 milljónir punda. Nantes kvartaði til FIFA eftir að Cardiff greiddi ekki þá upphæð.

FIFA hefur nú hótað að setja Cardiff í félagaskiptabann ef félagið greiðir ekki upphæðina innan 45 daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner