Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 04. desember 2018 14:16
Magnús Már Einarsson
Valur og Víkingur R. fá milljónir eftir HM
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FIFA hefur útdeilt 209 milljónum dollara til þeirra 416 félaga sem áttu leikmenn á HM í Rússlandi í sumar.

Tvö íslensk félög hagnast á þessu en það eru Valur og Víkingur R.

Valur fær 118 þúsund dollara eða 14,5 milljónir íslenskar króna fyrir Birki Má Sævarsson.

Víkingur fær 9,7 milljónir íslenskar króna fyrir Kára Árnason.

Birkir hafði verið lengur í herbúðum Vals heldur en Kári hjá Víkingi. Því fær Valur hærri upphæð.

Kári kom til Víkings frá Aberdeen í vor en spilaði á endanum ekkert með uppeldisfélaginu þar sem hann samdi við Genclerbirligi nokkrum vikum eftir HM.

Þau tíu félög sem fengu hæstu fjárhæðirnar eru stórliðin Manchester City, Real Madrid, Tottenham Hotspur, Barcelona, PSG, Chelsea, Manchester United, Atletico Madrid, Juventus og Monaco.
Athugasemdir
banner
banner