Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 04. desember 2020 18:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Liðið með einn mesta stöðugleikann í síðustu 30 leikjum
Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að stöðugleikinn sé alltaf að verða meiri hjá liðinu en United stefnir á að ná fjórða sigrinum í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið mætir West Ham um helgina.

United tapaði gegn PSG í Meistaradeildinni í vikunni en liðið hefur einungis unnið þrjá af átta leikjum á Old Trafford í öllum keppnum á þessu tímabili. Solskjær hefur þó engar áhyggjur af því.

„Þetta veltur á því hvað þú vilt fara marga leiki til baka. Fótbolti er leikur hjá manneskjum og þær lifa sínu eigin lífi. Við höfum spilað gegn stórkostlegum liðum. Ef þú ferð 30 eða 40 leiki til baka þá erum við það lið sem er með einn mesta stöðugleikann þegar kemur að frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni," sagði Solskjær.

„Auðvitað ertu vonsvikinn þegar þú tapar. Mér fannst við spila mjög vel á miðvikudaginn en stundum eru þetta smáatriði sem ákveða úrslit í leikjum."

„Frammistaðan gegn PSG var mun betri en í leiknum hjá West Brom en við unnum West Brom og fengum ekki þrjú stig gegn PSG. Við erum að sjá færri slæmar frammistöður og ná meiri stögðuleika. Þú getur aldrei stjórnað úrslitum, á endanum ráðast þau á smáatriðum."

Athugasemdir
banner
banner