Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. desember 2022 20:56
Brynjar Ingi Erluson
HM: Englendingar nýttu færin og mæta Frökkum í 8-liða úrslitum
Englendingar mæta Frökkum í 8-liða úrslitum
Englendingar mæta Frökkum í 8-liða úrslitum
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham átti stórleik
Jude Bellingham átti stórleik
Mynd: Getty Images
Senegalska liðið er úr leik
Senegalska liðið er úr leik
Mynd: Getty Images
England 3 - 0 Senegal
1-0 Jordan Henderson ('38 )
2-0 Harry Kane ('45 )
3-0 Bukayo Saka ('57 )

England er komið áfram í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar eftir að hafa unnið Senegal, 3-0, á Al-Bayt leikvanginum í kvöld. Þetta var erfið fæðing hjá enska liðinu en hafðist þó fyrir rest.

Enska liðið stjórnaði leiknum framan af. Liðið hélt bolta vel en það vantaði upp a sköpunarmáttinn á síðasta þriðjung vallarins.

Á meðan náði senegalska liðið að skapa sér nokkur dauðafæri. Harry Maguire sendi boltann frá sér á 23. mínútu og úr varð fínasta sókn hjá Senegölum. Boltinn barst inn í teiginn og var Ismaila Sarr kominn í dauðafæri en skaut yfir markið.

Boulaye Dia fékk þá enn betra færi stuttu síðar eftir sendingu frá Sarr en Jordan Pickford varði frábærlega í markinu. Englendingar þurftu eitthvað til að koma sér betur inn í hlutina og var það því léttir er fyrsta markið kom á 38. mínútu.

Jude Bellingham fékk sendingu vinstra megin við teiginn og framlengdi hann boltann á Jordan Henderson sem gat ekki annað en komið boltanum í markið af stuttu færi.

Englendingar tvöfölduðu forystuna seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Bellingham vann boltann á eigin vallarhelming, keyrði fram og fann Phil Foden sem var fljótur að koma honum til hliðar á Harry Kane. Fyrirliðinn, sem hafði ekki skorað á mótinu, tók sér sinn tíma, áður en hann þrumaði boltanum framhjá Edouard Mendy.

Gott veganesti fyrir Englendinga inn í hálfleikinn en enska liðið vildi bara halda áfram að bæta við.

Bukayo Saka var næstur á ferðinni. Hann skoraði á 57. mínútu eftir laglega fyrirgjöf frá Phil Foden á vinstri vængnum. Saka náði að pota boltanum framhjá Mendy og gulltryggja sigurinn.

Bæði lið sköpuðu sér nokkur hálffæri út leikinn en mörkin urðu ekki fleiri. Lokatölur 3-0 fyrir Englendingum sem eru komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar ríkjandi heimsmeistaraliði Frakklands.
Athugasemdir
banner
banner