Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   sun 04. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Messi er 99,9 prósent af liðinu"
Mynd: EPA
Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hrósaði Lionel Messi í hástert eftir 2-1 sigurinn á Ástralíu í gær.

Messi var besti maður leiksins. Hann tók sér smá tíma að koma sér í gang en eftir að hann kom Argentínu yfir á 35. mínútu fór vélin að malla og var hann allt í öllu í sóknarleiknum í þeim síðari.

Þetta verður síðasta heimsmeistaramót Messi en hann og argentínska liðið er nú þremur sigrum frá því að vinna þann stóra.

Martínez, sem átti stórkostlega vörslu undir lok leiks í gær, hrósaði Messi sérstaklega eftir leikinn.

„Leo er 99,9 prósent af liðinu. Við erum svo restin sem reynir að hjálpa honum þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá honum. Við tökum eitt skref í einu. Við erum með besta leikmann heims og ætlum að berjast til enda,“ sagði Martínez við Cope.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner