Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   mán 04. desember 2023 09:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heckingbottom rekinn og Wilder snýr aftur
Paul Heckingbottom.
Paul Heckingbottom.
Mynd: Getty Images
Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir 14 leiki með fimm stig. Liðið tapaði 5-0 gegn öðrum nýliðum, Burnley, núna um helgina.

David Ornstein hjá The Athletic segir frá því í dag að félagið sé búiið að taka ákvörðun um það að reka stjórann Paul Heckingbottom úr starfi.

Búist er við tilkynningu þess til staðfestingar í dag en Heckingbottom er sá fyrsti í ensku úrvalsdeildinni til að missa starfið sitt á þessu tímabili.

Heckingbottom, sem er 46 ára gamall, stýrði Barnsley, Leeds og Hibernian áður en hann tók við sem varaliðsþjálfari Sheffield United árið 2020. Hann vann sig svo upp í að þjálfa aðalliðið og kom því upp úr Championship-deildinni á síðustu leiktíð.

Það er búist við því að Chris Wilder muni taka aftur við Sheffield United. Wilder stýrði Sheffield United frá 2016 til 2021 með mjög fínum árangri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner