Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   mán 04. desember 2023 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Celta tókst ekki að sigra tíu leikmenn Cádiz
Jörgen Strand Larsen skoraði jöfnunarmark Celta.
Jörgen Strand Larsen skoraði jöfnunarmark Celta.
Mynd: EPA
Celta Vigo 1 - 1 Cadiz
0-1 Chris Ramos ('16)
1-1 Jörgen Strand Larsen ('57)
Rautt spjald: Victor Chust, Cadiz ('33)

Celta Vigo tók á móti Cadiz í eina leik kvöldsins í efstu deild spænska boltans og náðu gestirnir forystunni á 16. mínútu. Chris Ramos skallaði þá stórkostlega fyrirgjöf frá Ivan Alejo í netið.

Það leið þó ekki á löngu þar til miðvörðurinn Victor Chust fékk að líta beint rautt spjald í liði gestanna fyrir að ræna upplögðu marktækifæri af andstæðingi sínum.

Ellefu heimamenn voru talsvert sterkari aðilinn á vellinum og tókst þeim að jafna leikinn snemma í síðari hálfleik, þegar norski sóknarmaðurinn Jörgen Strand Larsen skoraði eftir laglega sókn.

Það var aðeins eitt lið á vellinum á lokakafla leiksins en gestunum frá Cádiz tókst að halda út og tryggja sér stig í fallbaráttunni.

Celta er áfram í fallsæti eftir þetta jafntefli, með 9 stig úr 15 leikjum. Cádiz er með 12 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
5 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
6 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
9 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
10 Alaves 10 3 4 3 9 8 +1 13
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Vallecano 10 3 3 4 11 10 +1 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner