Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 11:51
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Telja að yfirlýsing frá Þorvaldi komi í þessari viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talað var um það í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 að líklegt sé að Þorvaldur Örlygsson tilkynni í þessari viku um framboð sitt til formanns KSÍ.

Ef Þorvaldur fer fram þá er hann annar einstaklingurinn sem staðfestir framboð en áður hafði Guðni Bergsson, fyrrum formaður, gefið það út að hann ætli að taka slaginn að nýju.

Fótbolti.net greindi frá því í síðasta mánuði að Þorvaldur verið að taka upp tólið, kanna landslagið og ræða við fólk innan hreyfingarinnar.

Þorvaldur hefur víðtæka reynslu úr boltanum. Hann var landsliðsmaður og atvinnumaður og svo þjálfari í mörg ár. Þorvaldur starfar nú bak við tjöldin hjá Stjörnunni sem rekstarstjóri knattspyrnudeildarinnar.

Þorvaldur var strax orðaður við formannsframboð eftir að Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti það að hún myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku.
Útvarpsþátturinn - Grindavík, Haukur Páll og samsæriskenningar
Athugasemdir
banner
banner