Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   mán 04. desember 2023 11:44
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 | RÚV 
Þorsteinn svarar Ásmundi: Snýst um að láta verkin tala
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ásmundur Einar, til vinstri, á handboltalandsleik.
Ásmundur Einar, til vinstri, á handboltalandsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennalandsliðsins í síðustu viku vöktu mikla athygli en þar gagnrýndi hann Ásmund Einar Daðason íþróttamálaráðherra. Hann var þá að tala um aðstöðuleysið í íslenskum fótbolta og þörfina á nýjum þjóðarleikvangi.

„Mér finnst bara sorglegt hvernig komið er fyrir fótboltanum á Íslandi að við séum ekki komin lengra en þetta. Íþróttamálaráðherra hefur voðalega lítið gert fyrir fótboltann hingað til og hann talar reyndar bara um þjóðarhöll. Hann hefur held ég aldrei mætt á landsleik þannig að ég held að hann geti alveg farið að skoða sinn gang. Allavega ætla ég ekki að kjósa hann," sagði Þorsteinn meðal annars.

Fyrst þjóðarhöll, svo þjóðarleikvangur
Ásmundur svaraði Þorsteini í viðtali við Stöð 2 og sagðist fagna gagnrýninni.

„Svona hvatningu tökum við áfram en við erum hins vegar með þetta í þeim farvegi núna, og erum að keyra það mjög fast pólitískt áfram að við ætlum að koma þjóðarhöll af stað. Þar erum við á síðustu metrunum að klára það milli ríkis og borgar. Í framhaldinu ætlum við að setja aðra þjóðarleikvanga, það er að segja knattspyrnuvöll og frjálsíþróttavöll, í sambærilega fasta pólitíska farveginn," sagði Ásmundur.

Íslenska kvennalandsliðið er á leið í umspil í febrúar og ljóst að Laugardalsvöllur verður ekki leikhæfur þá.

„Svona hvatningu tökum við áfram en við erum hins vegar með þetta í þeim farvegi núna og erum að keyra það mjög fast pólitískt áfram að við ætlum að koma þjóðarhöll af stað. Þar erum við á síðustu metrunum að klára það milli ríkis og borgar. Í framhaldinu ætlum við að setja aðra þjóðarleikvanga, það er að segja knattspyrnuvöll og frjálsíþróttavöll, í sambærilega fasta pólitíska farveginn," bætti Ásmundur við í viðtalinu við Stöð 2 og greinilegt að íþróttahöll er á undan nýjum fótboltavelli á dagskrá ríkisins.

Allir eiga flottari fótboltavelli en við
Þorsteinn var spurður út í viðtalið við Ásmund í samtali við RÚV í morgun.

„Ég sá fyrirsögnina en var ekki búinn að lesa þetta. Jújú, auðvitað bara jákvætt að menn sjái þetta og sjái að hlutirnir eru ekki í lagi en ég held að þetta snúist um að láta verkin tala og það er það sem maður bíður eftir. Það er alveg sama hvert við komum í hvaða land, hvaða borg, hvaða bæ. Það eiga allir flottari fótboltavelli heldur en við," segir Þorsteinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner