Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fös 01. desember 2023 22:25
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Þorsteinn Halldórsson var ómyrkur í máli um hvert atkvæði sitt í næstu alþingiskosningum færi ekki.
Þorsteinn Halldórsson var ómyrkur í máli um hvert atkvæði sitt í næstu alþingiskosningum færi ekki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er það sem við stefndum að, við ætluðum að vinna og það tókst þó við höfum kannski byrjað leikinn erfiðlega. Við unnum okkur inn í hann og náðum að skapa og vorum alveg líkleg á köflum.“
Hafði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands að segja um sín viðbrögð eftir 2-1 sigur Íslands á Wales í úrslitaleik um sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild þjóðardeildar UEFA í kvöld.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

Lið Íslands byrjaði leikinn á afturfótunum þetta kvöldið og mátti standa af sér hverja sóknarlotu Wales á fætur annari. Liðið stóðst þá raun en hvað bjó að baki?

„Það eru óútskýrðir hlutir í íþróttum varðandi hugarfar og hvernig leikmönnum líður og hvernig trúin og traust er á milli leikmanna. Þegar svona óöryggi er meðal leikmanna þá ganga hlutirnir ekki en við náðum að vinna okkur svona hægt og rólega inn í þetta.

Leikur liðsins var þó öllu betri er út í síðari hálfleik var komið og eins og ögn meiri ró væri komin í leik liðsins. Breytti Þorsteinn einhverju i hálfleik?

„Nei í sjálfu sér ekki. Við fórum yfir ákveðna hluti en ekkert taktískt eða neitt svoleiðis. Við töluðum bara um hugarfarið, andlega hlutann í fótbolta og að spila þetta með kollinum. Ef hausinn á þér er ekki í lagi þá er erfitt að láta lappirnar virka.“

Þessi sigur tryggir sem fyrr segir liði Íslands sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild þótt liðið eigi enn eftir að mæta Danmörku í Viborg næstkomandi þriðjudag. Umspil þetta fer fram í febrúar og erfitt er að sjá að nokkur möguleiki sé á að liðið geti leikið heimaleik þar. Nokkuð sem Steini hafði ákveðnar skoðanir á.

„Við vijum náttúrulega spila heima á Laugardalsvelli. Mér finnst bara sorglegt hvernig komið er fyrir fótboltanum á Íslandi að við séum ekki komin lengra en þetta. Íþróttamálaráðherra hefur voðalega lítið gert fyrir fótboltann hingað til og hann talar reyndar bara um þjóðarhöll. Hann hefur held ég aldrei mætt á landsleik þannig að ég held að hann geti alveg farið að skoða sinn gang. Allavega ætla ég ekki að kjósa hann.“
Athugasemdir
banner