Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
   fös 01. desember 2023 22:25
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Þorsteinn Halldórsson var ómyrkur í máli um hvert atkvæði sitt í næstu alþingiskosningum færi ekki.
Þorsteinn Halldórsson var ómyrkur í máli um hvert atkvæði sitt í næstu alþingiskosningum færi ekki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er það sem við stefndum að, við ætluðum að vinna og það tókst þó við höfum kannski byrjað leikinn erfiðlega. Við unnum okkur inn í hann og náðum að skapa og vorum alveg líkleg á köflum.“
Hafði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands að segja um sín viðbrögð eftir 2-1 sigur Íslands á Wales í úrslitaleik um sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild þjóðardeildar UEFA í kvöld.

Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

Lið Íslands byrjaði leikinn á afturfótunum þetta kvöldið og mátti standa af sér hverja sóknarlotu Wales á fætur annari. Liðið stóðst þá raun en hvað bjó að baki?

„Það eru óútskýrðir hlutir í íþróttum varðandi hugarfar og hvernig leikmönnum líður og hvernig trúin og traust er á milli leikmanna. Þegar svona óöryggi er meðal leikmanna þá ganga hlutirnir ekki en við náðum að vinna okkur svona hægt og rólega inn í þetta.

Leikur liðsins var þó öllu betri er út í síðari hálfleik var komið og eins og ögn meiri ró væri komin í leik liðsins. Breytti Þorsteinn einhverju i hálfleik?

„Nei í sjálfu sér ekki. Við fórum yfir ákveðna hluti en ekkert taktískt eða neitt svoleiðis. Við töluðum bara um hugarfarið, andlega hlutann í fótbolta og að spila þetta með kollinum. Ef hausinn á þér er ekki í lagi þá er erfitt að láta lappirnar virka.“

Þessi sigur tryggir sem fyrr segir liði Íslands sæti í umspili um áframhaldandi veru í A-deild þótt liðið eigi enn eftir að mæta Danmörku í Viborg næstkomandi þriðjudag. Umspil þetta fer fram í febrúar og erfitt er að sjá að nokkur möguleiki sé á að liðið geti leikið heimaleik þar. Nokkuð sem Steini hafði ákveðnar skoðanir á.

„Við vijum náttúrulega spila heima á Laugardalsvelli. Mér finnst bara sorglegt hvernig komið er fyrir fótboltanum á Íslandi að við séum ekki komin lengra en þetta. Íþróttamálaráðherra hefur voðalega lítið gert fyrir fótboltann hingað til og hann talar reyndar bara um þjóðarhöll. Hann hefur held ég aldrei mætt á landsleik þannig að ég held að hann geti alveg farið að skoða sinn gang. Allavega ætla ég ekki að kjósa hann.“
Athugasemdir
banner
banner
banner