Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. febrúar 2020 22:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Betra liðið tapaði í kvöld
Mynd: Getty Images
„Ég verð að vera heiðarlegur og segja að betra liðið á vellinum í kvöld tapaði leiknum en mínir menn voru þeir sem sýndu meira hjarta og nýttu allt sem þeir áttu," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 3-2 endurkomusigur sinna manna gegn Southampton í enska bikarnum í kvöld.

„Mitt lið átti skilið að vinna en betra liðið tapaði. Ef litið er á ákefð og ferskleika sást að þeir voru á betri stað en við. Við reyndum að skipuleggja liðið með þá leikmenn sem við höfðum í boði. Þeir stjórnuðu leiknum. Dele kom svo og breytti leiknum þegar við skiptum fyrir í fjögurra manna varnarlínu."

„Dele tengdi liðið vel en þetta var samt eins og að púsla þegar vantar nokkur púsl."


Tottenham mætir Norwich á heimavelli í næstu umferð og segir Mourinho það erfitt verkefni. Liðin hafi mæst nýlega og þá átti Tottenham í erfiðleikum.

Mourinho var spurður út í skiptinguna á Jan Vertonghen í kvöld en Vertonghen var miður sín á varamannabekknum í kjölfar skiptingarinnar.

„Það er erfitt að skipta leikmönnum út þegar leikurinn er í gangi. Við vorum ekki að stýra leiknum og ég vildi breyta yfir í fjögurra manna varnarlínu. Jan var sá sem ég tók af velli, svona er boltinn. Sumir leikmenn taka illa í svona skiptingar en Jan sýndi að hann er fagmaður."

„Ég skil að hann sé vonsvikinn, það er eðlilegt. Hann sýnir ávalt fagmennsku og það gleður mig ekki að þurfa að gera breytingar. Ég gerði það fyrir liðið, Jan er ánægður fyrir hönd liðsins,"
sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner