Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. febrúar 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Telur að Curtis Jones taki sæti Lallana í hópnum
Curtis Jones tekur rabona spyrnu í leiknum gegn Shrewsbury í gær.
Curtis Jones tekur rabona spyrnu í leiknum gegn Shrewsbury í gær.
Mynd: Getty Images
Líklegt þykir að Adam Lallana yfirgefi herbúðir Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar. John Aldridge, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að Jurgen Klopp mun ekki kaupa nýjan miðjumann í stað Lallana heldur gefa hinum 19 ára gamla Curtis Jones stærra hlutverk.

Jones var fyrirliði Liverpool í 1-0 sigrinum á Shrewsbury í enska bikarnum í gær en hann skoraði sigurmarkið í bikarleik gegn Everton í janúar.

„Ég hef fylgst með Curtis síðan hann var 15 ára. Þú sást, eins og hjá Trent Alexander-Arnold, að hann hafði hæfileika," sagði Aldridge. „Hann er gæða fótboltamaður með náttúruleag hæfileika og hroka á góðan hátt. Hann veit að hann er góður og hann gerir hlutina á réttan hátt."

„Strákurinn getur orðið stjarna. Ég hef alltaf vitað það og núna hefur hann fengið nokkur tækifæri undir stjórn Jurgen (Klopp)."

„Það lítur út fyrir að Adam Lallana fari eftir tímabilið þegar samningur hans rennur út. Þessi strákur mun spara stjóranum mikinn pening því að hann getur stokkið inn í hópinn og þú getur alltaf treyst á hann. Hann á stórkostlega framtíð fyrir höndum."

Athugasemdir
banner
banner