Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 05. mars 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Júlíus kominn aftur heim: Þolinmæðin rann eiginlega út
Júlíus Magnússon í leik með unglingalandsliðinu í fyrra.
Júlíus Magnússon í leik með unglingalandsliðinu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Miðjumaðurinn ungi, Júlíus Magnússon gekk í raðir Víkings fyrr á þessu ári frá hollenska félaginu Heerenveen.

Júlíus sem er uppalinn í Leikni gekk í raðir Heerenveen frá Víkingi í janúar árið 2015, nú er hann kominn aftur í Víkina og er klár fyrir átökin í Pepsi Max deildinni í sumar.

„Víkingar höfðu samband í byrjun árs. Ég æfði með þeim milli hátíðina og leist vel á það þá og eftir það fór hugurinn alltaf að leita meira og meira heim," sagði Júlíus í viðtal við Fótbolta.net fyrr í dag. Hann segir tímann í Hollandi hafa verið lærdómsríkan.

„Þetta var mjög gaman. Ég spilaði helling af leikjum og æfði nánast tvisvar á dag á hverjum degi. Maður lærir helling af hollenska boltanum. Ég er mjög ánægður með tímann og hvernig maður kemur úr þessu sem betri leikmaður," sagði Júlíus sem segir það ekkert vera skref aftur á bak að koma heim í Pepsi Max deildina.

„Ég var bara í varaliðinu í því klafsi en samt fékk maður alltaf sömu viðbrögðin að ég væri að fara spila með aðalliðinu og ég þyrfti bara að halda áfram að vinna. Ég sá það bara ekki fara gerast, þannig þolinmæðin rann eiginlega út. Vissulega ef maður horfir á pappírana þá er Heerenveen stærra félag en miðað við aðstöðuna sem ég var í þarna úti, þá er ég í betri aðstöðu hér og ánægðri núna," sagði Júlíus sem er ánægður að vinna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkings.

Viðtalið við Júlíus má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner