Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 05. mars 2019 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Júlíus kominn aftur heim: Þolinmæðin rann eiginlega út
Júlíus Magnússon í leik með unglingalandsliðinu í fyrra.
Júlíus Magnússon í leik með unglingalandsliðinu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Miðjumaðurinn ungi, Júlíus Magnússon gekk í raðir Víkings fyrr á þessu ári frá hollenska félaginu Heerenveen.

Júlíus sem er uppalinn í Leikni gekk í raðir Heerenveen frá Víkingi í janúar árið 2015, nú er hann kominn aftur í Víkina og er klár fyrir átökin í Pepsi Max deildinni í sumar.

„Víkingar höfðu samband í byrjun árs. Ég æfði með þeim milli hátíðina og leist vel á það þá og eftir það fór hugurinn alltaf að leita meira og meira heim," sagði Júlíus í viðtal við Fótbolta.net fyrr í dag. Hann segir tímann í Hollandi hafa verið lærdómsríkan.

„Þetta var mjög gaman. Ég spilaði helling af leikjum og æfði nánast tvisvar á dag á hverjum degi. Maður lærir helling af hollenska boltanum. Ég er mjög ánægður með tímann og hvernig maður kemur úr þessu sem betri leikmaður," sagði Júlíus sem segir það ekkert vera skref aftur á bak að koma heim í Pepsi Max deildina.

„Ég var bara í varaliðinu í því klafsi en samt fékk maður alltaf sömu viðbrögðin að ég væri að fara spila með aðalliðinu og ég þyrfti bara að halda áfram að vinna. Ég sá það bara ekki fara gerast, þannig þolinmæðin rann eiginlega út. Vissulega ef maður horfir á pappírana þá er Heerenveen stærra félag en miðað við aðstöðuna sem ég var í þarna úti, þá er ég í betri aðstöðu hér og ánægðri núna," sagði Júlíus sem er ánægður að vinna undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkings.

Viðtalið við Júlíus má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner