Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. mars 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - ÍA tekur á móti Leiknismönnum
Skagamenn töpuðu síðasta leik sínum 7-1 gegn Breiðabliki.
Skagamenn töpuðu síðasta leik sínum 7-1 gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fara fram þrír leikir í Lengjubikarnum á þessum fimmtudegi.

Tveir leikjanna eru í A-deild karla. Í Riðli 1 mun ÍA mæta Leikni Reykjavík í Akraneshöllinni. Fyrir leikinn eru bæði lið með þrjú stig, Leiknir eftir tvo leiki en ÍA eftir þrjá leiki. ÍA tapaði síðasta leik sínum 7-1 gegn Breiðabliki og spurning hvernig þeir mæta stemmdir til leiks í dag.

Í Riðli 2 í A-deildinni mætast Fram og Fylkir á Framvelli. Fylkir eru með fjögur stig eftir þrjá leiki og Fram án stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í riðlinum.

Þá hefst C-deild kvenna í Lengjubikarnum með leik Gróttu og Fjölnis á Seltjarnarnesi.

fimmtudagur 5. mars

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
20:00 ÍA-Leiknir R. (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
19:00 Fram-Fylkir (Framvöllur)

Lengjubikar kvenna - C-deild, riðill 1
19:15 Grótta-Fjölnir (Vivaldivöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner